Friðrik Ómar með tónleika í Laugarneskirkju

by Apr 1, 2014Blogg

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. apríl, k. 20.30 verða tónleikar með Friðrik Ómari. Friðrik gaf nýverið út sína sjöttu sólóplötu, Kveðja, en hún inniheldur sálma og saknaðarsöngva. Á tónleikunum syngur Friðrik Ómar sálma eins og Hærra minn guð til þín, Þakkarbæn, Ave Maria, Faðir vor og Í bljúgri bæn. Enn fremur hefur platan að geyma þrjú ný lög eftir Friðrik sjálfan. Miðaverð er krónur 2.500,- og verða einungis seldir við innganginn. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.fridrikomar.com/.