Friðrik Ómar með tónleika í Laugarneskirkju

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. apríl, k. 20.30 verða tónleikar með Friðrik Ómari. Friðrik gaf nýverið út sína sjöttu sólóplötu, Kveðja, en hún inniheldur sálma og saknaðarsöngva. Á tónleikunum syngur Friðrik Ómar sálma eins og Hærra minn guð til þín, Þakkarbæn, Ave Maria, Faðir vor og Í bljúgri bæn. Enn fremur hefur platan að geyma þrjú ný lög eftir Friðrik sjálfan. Miðaverð er krónur 2.500,- og verða einungis seldir við innganginn. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.fridrikomar.com/.