Furðulegt háttarlag engils um nótt

Prestur Laugarneskirkju fjallaði í prédikun dagsins um einhverfu og boðun Maríu. Í ræðunni segir m.a: ,,Blár er í listasögunni litur Maríu Guðsmóðir og í helgimyndum er hún nær undantekningalaust bláklædd. Kirkjan er vettvangur þeirra sem vilja læra af og fylgja Jesú Kristi og barátta hans gegn fordómum og fyrir því að allt fólk eigi sér stað kallast á við þær áherslur sem liggja að baki alþjóðlegum degi einhverfu.” Prédikunina má lesa í heild sinni á sigurvin.annall.is.