Hugleiðing í messu um einhverfu – flutt 6. apríl 2014

by Apr 7, 2014Blogg

Frida Adriana Martins
Asperkirche
Á miðöldum var hugsað að einhverfir hegði sig viljandi eins og þau hegða sér. Hegðunin var túlkað eins og hugleiðing til þess að komast nánari til Guðs. Það var að sjálfsögðu vel séð í trúarlega samfélagi. Á tímabili Jesú var litið á svona hegðun sem vondan anda, sem þessi undraheilunarmaður gat rekið úr líkama manns. Í dag vitum við að einhverfir eru með vandamál í skynjunarúrvinnslu og öskra eða vagga líkamann osfr til að bregðast við stressi sem þessi vandamál veita, og það er oft ekki eins vel liðið í samfélagi, og þar sérstaklega ekki í kirkju þar sem maður á að sitja kyrr, skilja, og vera meðvitaður/meðvituð um að Jesús elskar mann. Það var að sjálfsögðu ekki í samræmi við hefðina að sitja kyrr og sýna ást, þegar ég öskraði vegna óvæntrar snertingar í brúðkaupsguðsþjónustu bróðurs míns. En skynjunarvandamál eru oft sterkari en hefðir.

Margir á einhverfurófi sem ég þekki eru aþeistar því að þau trúa bara á það sem maður getur séð með berum auga eða gert grein fyrir með vísindum. Sumir trúa líka á Guð (undir ýmsum heitum, því trúin er eins fjölbreytt og fólkið). Fyrir mér var Guð því miður oft markaðssettur sem eini aðilinn sem gæti elskað mig eins og ég var og er: Dáanlegt fólk vissi bara ekki hvernig átti að bregðast við einhverfuna mína ásamt líkamlega og geðræna fötlunina mína.
Það fannst mér svo slæmt að ég hætti endanlega að mæta í kirkju.

Í dag hefur umræðan um einhverfu og einstaklingsbundna trú og einstaklingsmiðaðan andlega þjónustu aukist, þar eru minni fordómar og meira þekking til staðar. Maður talar um einhverfuróf, eins og litróf regnbogans. Þannig gæti maður líka talað um trúar-róf. Að mínu mati eiga allir einstaklingar í heiminum það sameiginlegt að þeir þurfa tilfinningu um að þeir séu ekki einir. Sumir þurfa á meiri félagsskap að halda en aðrir, en fyrir suma dugir hugsunin að Guð vakir yfir öllum og yfirgefur engan. Ég held sjálf að Jesús læknaði ekki fólki frá vondum anda, heldur gaf þeim virðingu í samfélagi og átti líka næga þolinmæði til að reyna að skilja fólk og að aðlaga umhverfið svo að einstaklingar gátu lifað á forsendum sem minnkaði þeirra “röskunar” einkenni.

Samkvæmt minni reynslu snýst mikið af einhverfumeðferð um að læra samskipti. Einhverfir þurfa að læra samskipti með umhverfið, og umhverfið þarf að læra hvernig einhverfir tjá sig. Það er langur ferill og allir þróast að vissu leiti í gegnum það. Að finna og sinna einhverri trú er oft líka langt ferli, með miklum samskiptum og með miklum lærdómi um ótals sýnishorn og lífsreynslusögur. Svona voru ferðalög hans Jesú líka.

En fyrst maður er á einhverfurófi þarf maður (ásamt sínum nánustum ættingjum) oft að yfirgefa norm samfélagsins. Sumir geta falið vandamálin sín en það gengur oft ekki upp lengi. Þar er Jesús visst góð fyrirmynd fyrst hann (ásamt mömmu sinni) átti kjark að yfirgefa normin. María sagði já við barni fyrir utan almennilega leið að eignast börn en barnið sýndi seinna svolítið merkileg áhugamál og kallaði Guð frekar en Jósef pabba sinn. Það var mömmu minni mjög sárt að vita að ég náði ekki andlegri tengingu við hana en hún stóð samt við hlið mér.

Jesus sjálfur yfirgaf normið á sin eigin hátt. T.d. er yfirleitt gert ráð fyrir að hann var ekki giftur – sem var víst mjög erfitt í umhverfi þar sem meirihlutinn hafði lengi stofnað fjölskyldu á Jesú aldri. Margir einhverfir sem ég þekki koma sér aldrei í samband, eða frekar seint í lífinu og þá á þeirra eigin forsendum. Jesús var ekki í hefðbundinni vinnu þó hann ætti þjálfun fyrir því – mjög svipað á margt einhverft fólk sem var í góðu námi en getur ekki standið undir pressunni af væntingum vinnumarkaðarins.

Og síðast en ekki síst sagði Jesús: “Hver sem ekki hatar foreldra sína getur ekki verið lærisvein minn.” Ég hataði foreldrana mína mikið í gegnum bernskuna, unglingsárin og yngri fullorðinsárin því að þar fannst bara engin leið að við fundum almennileg samskipti okkar á milli. Síðan sagði mér kona sem kunni hebresku að í frumriti Biblíunnar, þessi orð “hata” þýðir ekki hata, frekar að elska hlut A meira en hlut B. Þar með meinti Jesús víst að maður skyldi elska hans samfélags-gagnrýnandi hegðun meira, en ekki hata fjölskylduna sína. Það hjálpaði mér að segja að ég finn mína eigin leið í lífinu, með einhverfuna og öllu sem tilheyrir mér, jafnvel ef það þýðir að ég þarf að fjarlægja mig frá foreldrum mínum og þeirra ímyndun af fullkominia veröld. En ég fjarlægi mig í kærleika, því að einhverf kona sem á barn kendi mér: Hvað sem skiptir mesta máli í svona óhefðbundnu fjölskyldulífi er kærleikur.