Laugarneskirkja sýnir God Loves Uganda 8. apríl 2014

by Apr 7, 2014Blogg


Laugarneskirkja hefur fengið leyfi framleiðanda til að sýna heimildamyndina God Loves Uganda en hún sýnir með sláandi hætti þátt bandarískra evangelista í þeim ofsóknum sem hinsegin fólk sætir í Úganda.

Myndin verður sýnd í Laugarneskirkju, sem rúmar um 230 manns, og verður enginn aðgangseyrir en frjáls framlög verða þegin til að mæta kostnaði við sýningu myndarinnar.
Sýningin hefst kl. 18.00

Að lokinni sýningu verða umræður um trúboð og mannréttindi.

Um myndina var fjallað í prédikun í janúar Guð elskar Úganda.

Fjölmennum á þessa sýningu stöndum með mannréttindum hinsegin fólks í heiminum.