Prestvígsla kvenna og María frá Betaníu.

by Apr 13, 2014Blogg

Í prédikun pálmasunnudags fjallar prestur Laugarneskirkju um konur í prestastétt og mikilvægi þess að standa vörð um jafna stöðu kynjanna í kristinni kirkju. Í ræðunni segir m.a.: ,,Í samhengi kirkjusögunnar eru 40 ár stuttur tími og þó kvenprestar þyki sjálfsagðir í dag í okkar kirkju er enn langt í land með að konur standi jafnfætis körlum í kirkju krists. Meirihluti mótmælenda viðurkennir í dag kvenpresta en víða hafa kirkjur klofnað yfir prestvígslu kvenna og dæmi eru um að þau réttindi hafi verið afnumin. Systur-kirkja okkar í Lettlandi vígði konur frá 1975 til 1993, en í dag mega konur ekki starfa sem prestar í lútersku kirkjunni í Lettlandi. Stærsta bandalag lúterskra kirkna í bandaríkjunum vígir konur (ELCA), en þar eru jafnframt stórar lúterskar kirkjur sem leyfa ekki prestvígslu kvenna (sbr. LCMS), og í Noregi (Den nordisk-katolske kirke), Svíþjóð (Missionsprovinsen) og Finlandi eru starfandi hópar innan lútersku kirknanna sem tala gegn og viðurkenna ekki prestvígslu kvenna.” Hægt er að lesa ræðuna á sigurvin.annall.is.