Vel sótt mannréttindabíó í Laugarneskirkju

Í kvöld var sýnd í Laugarneskirkju heimildamyndin God Loves Uganda en hún fjallar um aðstæður hinsegin fólks í Úganda og þátt amerískra evangelista í að kynda undir ofsóknir á hendur þeim. Fjölsótt var á sýninguna og í lok sýningar fóru fram umræður um myndina. Frummælendur voru Jón Gnarr, borgarstjóri, Hilmar Magnússon, formaður Samtakanna 78, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.