Vorferð Laugarnessafnaðar fimmtudaginn 15. maí 2014

Mæting við Laugarneskirkju kl. 10:00 og lagt af stað kl. 10:30

Keyrt upp í Borgarfjörð þar sem geitabúið Háafell í Hvítársíðu er heimsótt. Stoppað í um klukkutíma. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir tekur á móti hópnum og býður upp á kaffisopa og kynnisferð um staðinn.

Borðaður hádegisverður að Fossatúni hjá Steinari Berg og frú. Hádegisverðurinn samanstendur af nýbökuðu brauði og matarmikilli kjúklingasúpu með karrý. Í eftirrétt er gulrótarkaka með þeyttum rjóma og kaffi eða te.

Með kaffinu er horft á stuttmyndina Hljómfagra Ísland, þar sem íslensk tónlist og íslensk náttúra fallast í faðma.

Tröllaganga er í boði eftir matinn fyrir þá sem vilja.  Stutt gönguleið vörðuð styttum af tröllum og skiltum með upplýsingum. Í Fossatúni er einn fegursti útsýnisstaður í Borgarfirði. Stoppað er í Fossatúni í um einn og hálfan tíma.

Keyrt í Borgarnes og haft stutt stopp í Edduveröld sem er í Englendingavík þar sem gömlu kaupfélagshúsin standa, ef tími vinnst til.

Áætlaður komutími til Reykjavíkur er milli kl. 16:00 – 16:30.

 

Ferðin kostar kr. 5000 á mann og þarf að skrá sig fyrir 1. maí.

Um skráningu sér Guðrún Kr.

Upplýsingar í símar 699-5905

Netfang: gudrunkth@simnet.is

Hægt að greiða ferðina með peningum sama dag og farið er eða að leggja inn á bankareikning:          0301-26-7202, kt. 420269-2189.

 

Leiðsögumaður Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni.