Dagskráin 4. til 10. maí

by May 2, 2014Blogg

Vorhátíðin Laugarnes á ljúfum nótum verður haldin sunnudaginn 11. maí en þetta verður síðasta vika í barnastarfs í kirkjunni. Unglingastarfið heldur sínu striki fram á sumar.

Sunnudagur 4.5.

Messa með miðaldablæ kl. 11.00. Fjallað verður um Þorlák Helga í predikun dagsins og flutt tónlist úr Þorlákstíðum . Umsjón með tónlist hafa Arngerður María Árnadóttir, Voces Thules og nemendur úr LHí. Barnastarf kirkjunnar verður á sínum stað með Hjalta Jón Sverrisson í broddi fylkingar. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson
Messukaffi.
Breytendur fyrir 9. bekk og eldri. Fundar kl. 17-18:30 í safnaðarheimili.

Þriðjudagur 6.5.

Kl. 10:30 Gönguhópurinn Sólarmeginn leggur af stað frá kirkjudyrum. Nýjir meðlimir velkomnir.
Kl. 10 -12 Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu
Kl. 16.30 Óðamálafélagið (7.bekkur). Umsjón Hjalti Jón og ungleiðtoga.
Kl. 20:00 Kvöldsöngur í kirkjunni

Miðvikudagur 7.3.

Kl. 12:00  AA fundur í gamla safnaðarheimilinu. Gengið inn baka til að austanverðu.
Kl. 14:10 – 15:15 Kirkjuprakkarar ( 1. og 2. bekkur).
Kl. 15.30 – 16.30 Harðjaxlar (5. og 6. bekkur).

Fimmtudagur 8.3.

Kl. 12:00 Bænastund í hádegi, súpa og samfélag á eftir.
Kl. 14 – 15 Kirkjuflakkarar (3. og 4. bekkur).
Kl. 15:15 Helgistund að Dalbraut 18 – 20.
Kl. 19:30 Æskulýðsfélag Laugarneskirkju fundar
Kl. 21:00 AA fundur í gamla safnaðarheimilinu. Gengið inn baka til að austanverðu.