Það er alltaf sól á vorhátíð Laugarneshverfis

Vorhátíðin Laugarnes á ljúfum nótum var haldin við Laugarneskirkju í dag og veðrið lék við okkur á meðan á dagskrá stóð, þó rignt hafi fyrir og eftir hátíðina. Það var mikið um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Laugarneskirkju. Sjón er sögu ríkari.