Bjarni Karlsson kallar til kirkju

by Jul 2, 2014Blogg

Um þessar mundir tekur Laugarneskirkja sína árvissu sumarhvíld og starfsmenn safnaðarins eru í fríi. Þó er gönguhópurinn Sólarmegin á sínum stað alla miðvikudaga hvernig sem viðrar kl. 10:30. Þar eru nýir félagar ætíð velkomnir í létta göngu um Dalinn. Þá eru AA fundir í gamla safnaðarheimilinu kl. 12 á miðvikudögum og kl. 21 á fimmtudögum.

Loks er þess að geta að Bjarni Karlsson fráfarandi sóknarprestur mun bjóða til helgistunda í Laugarneskirkju á sunnudögum kl. 11 í júlímánuði og fram í miðjan ágúst uns hefðbundið messuhald hefst að nýju.

Vetrarstarfið byrjar svo með kyrrðarstund í hádegi fimmtuaginn 21. ágúst og fyrsta messa á nýju starfsári verður haldin sunnudaginn 24. ágúst. kl. 11.