Æskulýðsstarf að hefjast!

Kæru vinir! Þá er æskulýðsstarfið hér í Laugarneskirkju að hefjast og ljóst að nóg verður um að vera í vetur. Hjalti Jón mun leiða starfið eins og síðastliðinn vetur ásamt Kristínu Þórunni, sóknarpresti, Hrafnkeli Má Einarssyni og fleiri góðum leiðtogum- og ungleiðtogum.

Dagskráin hefst á morgun, miðvikudaginn 3.sept., með kirkjuprökkurum (1.-2.b.) kl.14:10. Börn sem í Laugarseli eru verða sótt þar og sé óskað eftir því þá fylgja leiðtogar starfsins börnunum aftur til baka í Laugarsel að lokinni stundinni.

Sama dag bjóðum við Harðjaxla (5.-6.b.) hjartanlega velkomna kl.15:30-17:00 og hlökkum til að móta fjörugt og þroskandi starf í samvinnu við jaxlana. Þá er Æskulýðsfélagið Týrannus (8.-10.b.) með sinn fyrsta fund um kvöldið, frá kl.19:30-21:30.

Á fimmtudaginn, 4.sept., eru allir kirkjuflakkarar (3.-4.b.) boðnir velkomnir kl.14:10-15:30. Þeim er fylgt úr og í Laugarsel einnig, sé þess óskað.

Hlökkum til að sjá ykkur!