Kærleikurinn í fókus

The 'Daily bread' crossMessa og sunnudagaskóli á sínum stað kl. 11 sunnudaginn 14. september, á degi kærleiksþjónustunnar. Í þessari messu verður sr. Kristín Þórunn formlega sett í embætti af prófastinum í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sr. Birgi Ásgeirssyni. Kórinn okkar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu og ritningarlestra flytja djáknarnir Guðrún Kr. Þórsdóttir og Jón Jóhannsson. Eftir messu og sunnudagaskóla reiða kvenfélagskonur fram kaffisopa og sætar veitingar í boði Litla Bóndabæjarins og ömmu!