Nýi sóknarpresturinn okkar

Séra Kristin Þórunn

Nýi sóknarpresturinn í Laugarneskirkju heitir Kristín Þórunn Tómasdóttir. Hún var áður héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi og þjónaði síðasta vetur sem prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Kristín Þórunn á sex börn, eiginmann og kött og hlakkar mikið til að kynnast Laugarneskirkju og taka þátt í að byggja upp safnaðarstarfið.