Regnbogamessa í Laugarneskirkju 28. september

by Sep 24, 2014Dagskrá

Regnbogi í LaugarneskirkjuLaugarneskirkja er opin kirkja og býður til Regnbogamessu 28. september sem er 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þá les þjóðkirkjan og íhugar orðin í Jesaja:

„Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu
að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
Og þó að þær gætu gleymt
þá gleymi ég þér samt ekki.
Ég hef rist þig í lófa mér.“

Í Regnbogamessunni fögnum við fjölbreytileikanum, tjáum gleði og þakklæti fyrir hinsegin nærveru og sýnileika, og bendum á áskoranir og hindranir fyrir því að við öll fáum að vera eins og við erum.

Hinsegin kórinn syngur og hljómsveitin Helíum (aka Besta hljómsveit heims) flytur tónlist.

Ræðumaður er Grétar Einarsson og með honum þjóna sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, David Anthony og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup.

Fulltrúar frá Samtökunum ’78 mæta í messudressinu með kynningarbás og mikilvæg skilaboð.

Viðburðurinn er á facebook.