Styttist í landsmót hjá æskulýðsfélaginu

by Sep 25, 2014Blogg

Æskulýðsfélagið Týrannust hittist á fimmtudagskvöldum í vetur kl.19:30 – 21:30 og er þar tekið upp á ýmsu vel hressandi.
Nú um þessar mundir er áherslan mikið til lögð á landsmót ÆSKÞ sem fer fram á Hvammstanga 24.-26.okt. næstkomandi.
Landsmót ÆSKÞ er frábær vettvangur þar sem æskulýðsfélög á landinu koma saman, kynnast og eyða helgi í að skemmta sér með ýmsum leiðum í leik og starfi. Mótin eru ávallt mikil vítamínssprauta í æskulýðsstarfið almennt og virkjar ungmennin sem þátttakendur með skemmtilegum leiðum og eykur þannig samfélagslega meðvitund þeirra, kraft og þor, þegar vel tekst til.
Sá kraftur nýtur sín eins í Æskulýðsfélagi Laugarneskirkju, Týrannusi, en þar eru allir velkomnir öll fimmtudagskvöld, óháð því hvort viðkomandi hafi áhuga á að fara á landsmót eða ekki.
Hjalti Jón og Þuríður Björg leiða starfið ásamt sr.Kristínu Þórunni og mögnuðum hóp ungleiðtoga.
Sjáumst hress!

(Nánari upplýsingar um landsmót ÆSKÞ er að finna á: http://www.aeskth.is/landsmot-2014/)