Sunnudagaskólinn hefst, fermingarbörnin mæta og Fjölskyldukórinn syngur

HaustlaufinÞað verður mikið um dýrðir á sunnudaginn kemur kl. 11 í Laugarneskirkju. Þá er fyrsta guðsþjónustan sem sr. Kristín Þórunn leiðir, sunnudagaskólinn hefst með látum og fermingarbörn næsta vors koma með foreldrum sínum á fund. 

Fjölskyldukórinn syngur

Tónistin er í höndum organistans okkar, Arngerðar Maríu, og sér til fulltingis hefur hún frábæran söngflokk sem heitir Fjölskyldukórinn og er undir stjórn Hallveigar Rúnarsdóttur. Að auki kemur í heimsókn finnskur prestur sem flytur kveðju frá kirkjunni sinni og segir nokkur orð.

Sunnudagaskólinn á sínum staði og kaffisopi eftir messu

Eins og í fyrra heldur Hjalti Jón utan um sunnudagaskólann og þar eru líka þau Bella, Erla Dögg og Keli. Það verður líf og fjör hjá þeim! Eftir guðsþjónustuna er svo boðið upp á kaffisopa.

Fermingarbörnin koma í fyrsta sinn

Eftir guðsþjónustuna verður líka haldinn stuttur fundur fyrir fermingarbörnin og aðstandendur þeirra. Við hlökkum mikið til að hitta þau og og eiga góðan vetur saman.