Allra heilagra messa, kyrrðarstund og batamessa

by Oct 31, 2014Blogg

Það er einstaklega fjölbreytt og gefandi helgihald hér í kirkjunni um helgina. Laugardaginn 1. nóvember kl. 11-13 verður kynning og bænastund í anda kvekarahefðarinnar, sem á rætur sínar að rekja til Englands á 17. öld og hefur verið áhugaverður farvegur fyrir friðarstarf og sjálfbærni.

Einn messuþjónn Laugarneskirkju er kvekari og hann hefur tekið að sér að leiða samtal og guðsþjónustu í safnaðarheimilinu og kynna okkur hefðina sína. Viðburðurinn er á facebook.

Allraheilagramessa

Á sunnudaginn kemur er allraheilagramessa og þá tökum við frá stund til að minnast og þakka fyrir þau sem við höfum misst. Kl. 11 er messa af þessu tilefni, þar sem sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar, sóknarprestur þjónar, Lögreglukórinn syngur og Arngerður María organisti leikur á flygil og orgel. Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Sérstakur tónlistargestur er Regína Ósk, sem syngur í upphafi messunnar.

Batamessa

Kl. 17 á sunnudaginn er Batamessa sem er hluti af 12 spora starfi Laugarneskirkju. 12 spora hópur kirkjunnar ásamt sóknarpresti heldur utan um stundina og Þorvaldur Halldórsson “Á sjó” leiðir stundina. Vitnisburðir, bænir og blessun olíunnar. Stundin er öllum opin.