Batman og Bach í bíómessu kl. 11

by Oct 3, 2014Blogg

BatmanTöfrar kvikmynda og tónlistar svífa yfir vötnum í Laugarneskirkju á sunnudaginn. Kristín Þórunn þjónar, sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar um trúarstef í kvikmyndum með sýnidæmum og Tríó Gerðar Bolladóttur leiðir söng og tónlist. Alþjóðleg kvimyndahátíð í Reykjavík lýkur um helgina og því fer vel á því að nálgast trúarboðskapinn með kvikmyndum og sjónlist. Þjóðkirkjan hefur um margra ára skeið tekið þátt í RIFF með því að veita kvikmyndaverðlaun kirkjunnar og hefur sr. Árni Svanur Daníelsson leitt það starf frá upphafi.

Tónlistin er í höndum þeirra Katalín, Viktoríu og Gerðar og leika þær fögur verk eftir J.S. Bach og sálma eftir Björn Halldórsson í Laufási.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í umsjón Hjalta Jóns og félaga.

Veisla fyrir augu og eyru á Laugarneskirkju og allir velkomnir!