Haustferð Laugarneskirkju

by Oct 3, 2014Blogg

Haustferð Laugarneskirkju verður farin fimmtudaginn 16. október 2014. Menningarsetrið Íslenski bærinn í Austur Meðalholti í Flóa heimsótt og þar er leiðsögn um staðinn og kaffiveitingar. Á heimleiðinni verður keyrt í gegnum Þrastarskóg og að Þingvallavatni og um Þingvelli og notið hinna fallegu haustlita.

Lagt verður af stað frá Laugarneskirkju kl. 13, að lokinn vikulegri helgistund og hádegsiverði. Áætluð heimkoma er um kl. 16:30. Kostnaður er kr. 3,000  á mann.
Skráning fer fram í síma 588-9422, Vigdís kirkjuvörður 864-9412, Guðrún djákni 699-5905, gudrunkth@simnet.is