Ekki gleyma því að á sunnudögum kl. 11 er opið samfélag um orðið og borðið þar sem við íhugum boðskap ritningarinnar inn í líf okkar og reynum græðandi afl hins biðjandi samfélags. Næsta sunnudag þjónar sr. Kristín Þórunn og prédikar, Arngerður organisti og kórinn Kötlurnar leiða ljúfa tóna, og sunnudagaskólafólkið okkar heldur utan um börnin. Messuþjónarnir sjá síðan um allt annað. Sjáumst í kirkjunni!