Verkefni og loforð

by Nov 7, 2014Blogg

Laugarnessöfnuður kemur saman á sunnudaginn kl. 11 eins og á hverjum sunnudegi, til að eiga samfélag um Guðs orð og leyfa kærleika hans að móta líf sitt, viðmót og viðhorf. Messað verður uppi og niðri í safnaðarheimili eiga börnin sitt athvarf í sunnudagaskólanum. 

Kór Laugarneskirkju syngur og undir leikur Kjartan Sigurjónsson organisti. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar, ásamt messuþjónum. Guðspjall dagsins verður flutt af Ólöfu I. Davíðsdóttur sem hefur lagt fyrir sig list framsögu og textaflutnings. Hún flytur kaflann úr Matteusarguðspjalli sem er kallaður skírnarskipunin, þar sem Jesús gefur lærisveinum sínum það verkefni að fara út um allan heim, skíra og kenna, og loforð um að vera með þeim alla daga.