Dótadagurinn 2014

by Nov 17, 2014Blogg

Dótadagurinn verður haldinn hátíðlegur hér í Laugarneskirkju á morgun, þriðjudaginn 18.nóvember, og má lofa því að mikil gleði verði hér ríkjandi í húsinu.

Dótadagurinn er samstarfsverkefni Laugarneskirkju og foreldrafélags Laugarnesskóla. Hingað munu mæta nemendur Laugarnesskóla með dót að heiman til að selja til styrktar Garimela góðvini okkar á Indlandi en með peningunum styrkjum við hann til að mennta sig.
Haldin verður hæfileikakeppni þar sem börnin fá að spreyta sig og sýna sína fjölbreyttu hæfileika. Þá er boðið upp á ávexti.

Laugarsel veitir börnum fylgd ef foreldrar þess óska. Starfsfólk fylgir eingöngu börnum ef foreldri hefur sent póst á netfangið laugarsel@reykjavik.is og skráning hefur borist fyrir kl. 10 þriðjudaginn 18. nóv. Taka þarf fram í póstinum hvort barnið verði sótt við lok dags í Laugarsel eða kirkjuna, þ.e. hvort fylgja eigi barni aftur í Laugarsel að degi loknum.

Sjáumst hress!