Farskólinn hittist í Laugarneskirkju

by Nov 27, 2014Blogg

Farskóli Leiðtogaefnanna er á fullu skriði. Þar taka þátt krakkar í 10. bekk og fyrstu tveimur árum framhaldsskólanna, sem vilja fá þjálfun til að verða leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfi.

Í gær hittist farskólinn í Laugarneskirkju, gerði skemmtilegar æfingar og verkefni, borðaði léttan kvöldverð og átti uppbyggilega helgistund í kirkjunni sem sr. Kristín Þórunn leiddi.

Skólastjóri Farskólans, sem er samstarfsverkefni ÆSKR, Æskulýðsnefndar Kjalarnessprófastssdæmis og ÆSKÞ, er Jónína Sif.