Hádegistónleikar föstudaginn 21. nóvember

by Nov 18, 2014Blogg

„Libera me“ er yfirskrift tónleika Íslenska sönglistahópsins föstudaginn 21. nóvember. Þá flytur hann trúarleg a cappella tónverk frá ýmsum tímum, á hádegistónleikum í Laugarneskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ekki er posi á staðnum.

Sjáumst í huggulegu hádegi!