Bloggandi kirkja?

by Nov 20, 2014Blogg

Velkomin á nýja vefinn okkar. Laugarneskirkja ætlar að vera bloggandi kirkja. Og hvað þýðir það? Það þýðir að við ætlum að nota vefinn og samfélagsmiðlana til að segja frá starfinu, ekki í formlegum og þungum tóni heldur með lifandi hætti. Við ætlum að nota myndir og texta og myndbönd og reyna að vera eins lifandi og hægt er.

Fylgstu endilega með.