Spennuþrungið guðspjall á degi íslenskrar tungu

by Nov 13, 2014Blogg, Sunnudagurinn

Messan í Laugarneskirkju á sunnudaginn verður góð. Þá er dagur íslenskrar tungu og við lesum spennuþrungið guðspjall um meyjarnar tíu og lampana þeirra. Sr. Kristín Þórunn þjónar, Guðmundur Brynjólfsson djákni og rithöfundur prédikar og kór Kvenfélags Laugarneskirkju syngur undir stjórn Öllu Þorsteins. Sunnudagaskólinn tryllir undir stjórn Hjalta og co.