Garimela er bróðir minn

by Nov 25, 2014Prédikun

Hvern einasta dag mætum við hinum lifandi Guði í náunga okkar og þörfum hans eða hennar. Við mætum þessari grundvallar þversögn og leyndardómi að Guð er viðkvæmur, svangur, þyrstur, kaldur, einmana, á flótta, á sjúkrahúsi eða í fangelsi. Og við mætum okkur sjálfum í viðbrögðunum sem við sýnum gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum, frammi fyrir Guði sjálfum.

Garimela er bróðir minn, prédikun 23. nóvember 2014.