Ungbarnanudd á Foreldramorgni

by Nov 17, 2014Blogg

Kæru foreldrar, nú verður gaman hjá okkur næsta þriðjudag á foreldramorgni í Laugarneskirkju. Þá kemur Þórgunna ungbarnanuddari í heimsókn en hún hefur áratuga reynslu af að nudda lítil kríli,og halda námskeið fyrir foreldra. Einnig hefur hún gefið út bók um ungbarnanudd og er á allan hátt frábær kona.

Endilega mætið og lærið að nudda barnið ykkar,það gott fyrir svefninn og árangurríkt varðandi magavandamál og þess háttar.

Foreldramorgnar eru á hverjum þriðjudegi í safnaðarheimili laugarneskirkju frá 10-12.