Aðventukvöld Laugarneskirkju

by Dec 10, 2014Sunnudagurinn

Hið árlega Aðventukvöld Laugarneskirkju er kl. 20 á sunnudaginn 14. desember. Þá fyllist kirkjan af ljósi og ljúfum tónum. Dr. Hjalti Hugason flytur hugvekju, Skólahljómsveit Austurbæjar leikur undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur, Kór Laugarneskirkju syngur, Gerður Bolladóttir syngur einsöng og Ragnheiður Jóhannsdóttir leikur á fiðlu. Hápunktur kvöldsins eru kertabænir fermingarbarnanna en þær eru hefð sem í huga margra í hverfinu er órjúfanlegur hluti af aðventunni. Að lokinni samveru er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Ath. Við biðjum fermingarbörnin vinsamlegast að mæta í safnaðarheimilið kl. 19.