Bænir á aðventukvöldi

by Dec 18, 2014Blogg

Að venju fluttu fermingarbörn kertabænir á aðventukvöldinu sem þau sömdu sjálf. Við deilum þeim hér með blessunaróskum. 

1. Góði Guð

Viltu vera með samfélaginu okkar yfir jólin.
Viltu styðja okkur í því að gera Ísland að kærleiksríku heimili fyrir alla sem þar eiga heima.
Amen

2. Góði Guð
Viltu vera með jörðinni okkar. Viltu vera með þjóðum um heim allan.
Gef að allir fái að vera frjálsir og njóta sín.
Vertu með fátækum um heim allan og hjálpaðu þeim.
Amen

3. Góði Guð
Viltu vera með vinum okkar og fjölskyldu yfir jólin.
Hjálpaðu okkur að vera til staðar og gefa af okkur í gegnum súrt og sætt.
Amen

4. Góði Guð
Viltu vera með okkur í sorg og í gleði.
Hjálpaðu okkur að læra af reynslunni
og vaxa sem einstaklingar í lífum okkar.
Amen

5. Góði Guð
Þakka þér fyrir að við fáum að vera hér saman í kvöld.
Þakka þér fyrir að fáum að njóta þess að vera saman í Laugarneskirkju
og eiga stundir eins og þessa saman.
Amen