Engin skata en mikill söngur!

by Dec 18, 2014Sunnudagurinn

Sunnudaginn 21. desember verður miðaldamessa á stysta degi ársins í Laugarneskirkju sem er líka fjórði sunnudagur í aðventu og í aðdraganda Þorláksmessu. Sóknarprestur þjónar og prédikar og sönghópurinn Voces Thules syngur. Lítill drengur verður borinn til skírnar og Bella sunnudagaskólakennari býður krakka á öllum aldri velkomna í safnaðarheimilið. Engin skata í boði en ljúft samfélag og kaffisopi eftir messu.