Jólaball og jólapakkar

by Dec 10, 2014Blogg

Á sunnudaginn verður glatt á hjalla í Laugarneskirkju. Eftir stutta helgistund í kirkjunni kl. 11 förum við niður í safnaðarheimilið og höldum æðislega skemmtilegt jólaball. Það verður mikið sungið og sprellað – og að sjálfssögðu koma jólasveinar í heimsókn.

Það besta við jólaballið okkar er samt það að við getum komið með auka-jólapakka, annað hvort innpakkaða eða fengið að pakka inn á staðnum, þessir pakkar fara síðan í Hjálparstarf kirkjunnar sem deilir þeim til þeirra sem fá ekki marga jólapakka.

Þetta er frábært tækifæri til að láta gott af okkur leiða og undirbúa okkur fyrir komu jólanna og fæðingu frelsarans.