Hér viljum við deila með ykkur hvernig helgihaldinu er háttað um jólin í Laugarneskirkju. Það er gott að koma saman í hátíðleik og gleði þegar blessuð jólin renna upp. Vertu innilega velkomin(n) á þessar stundir. Við fögnum þér og hlökkum til að eiga hátíðina í samfélagi við þig.
Aðfangadagur jóla
14:00 Guðsþjónusta í Sóltúni
Á aðfangadag byrjum við kl. 14 með guðsþjónustu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Sr. Kristín Þórunn og Jón Jóhannsson djákni þjóna. Arngerður María Árnadóttir organisti og Gerður Bolladóttir sópran leiða tónlist.
15:00 Guðsþjónusta í Hátúni
Kl. 15 er guðsþjónusta í Hátúni 12. Sr. Kristín Þórunn, Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni og Kristinn Guðmundsson meðhjálpari þjóna. Arngerður María Árnadóttir organisti og Gerður Bolladóttir sópran leiða tónlist.
16:00 Jólastund barnanna
Kl. 16 er jólastund barnanna í Laugarneskirkju í umsjón sr. Kristínar Þórunnar, sunnudagaskólakennara og organista. Það verður indæl og hlý stund þar sem börnin setja helgileikinn um fæðingu Jesú á svið og sálmar eru sungnir.
Kl. 17.30 Jólatónar. Arngerður María organisti flytur hátíðlega jólatónlist.
18:00 Aftansöngur
Kl. 18 er aftansöngur í Laugarneskirkju. Sóknarprestur, sr. Kristín Þórunn þjónar og prédikar, kór Laugarneskirkju syngur, organisti er Arngerður María Árnadóttir og Þórður Hallgrímsson leikur á trompet. Einsöngvari er Elma Atladóttir, sópran.
Jóladagur
14:00 Hátíðarmessa
Á jóladag er hátíðarmessa kl. 14 – athugið það. Sóknarprestur, sr. Kristín Þórunn þjónar og sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista.
Guð gefi þér og þínum gleði og frið á jólunum.