Síðasti dagur ársins í Laugarneskirkju

by Dec 30, 2014Forsíðufrétt

Á síðasta degi ársins er gott að koma saman og kveðja árið í söng og þakklæti. Í ár veðrur aftansöngur á gamlársdag kl. 16 í Laugarneskirkju. Það er nýr tími og gefur meira rými fyrir ys og þys gamlárskvölds. Komdu endilega og hjálpaðu okkur að meta hvort þetta sé ekki bara frábær tími. Sóknarprestur þjónar og prédikar, Arngerður María leiðir kórinn í tóni og sálmasöng.

Næst hittumst við í líflegu og gefandi helgihaldi sunnudaginn 11. janúar, í messu og sunnudagaskóla kl. 11.

Starfsfólk Laugarneskirkju óskar þér og þínum gleðilegs nýs árs og þakkar innilega öll kynni og samveru á árinu sem er að líða.