Takk messuþjónar!

by Dec 31, 2014Blogg

Helgihald í Laugarneskirkju gengi ekki upp nema fyrir aðkomu sjálfboðaliða og messuþjóna. Við hverja athöfn koma messuþjónar og sinna öllu utanumhaldi eins og að undirbúa kirkjuskipið, flagga, kveikja ljós, taka til kvöldmáltíðarsakramentið og taka á móti kirkjugestum. Messuþjónar lesa líka ritningarlestra og bænir og aðstoða við útdeilingu þegar það á við.

Við áramótin viljum við þakka sérstaklega fyrir frábæru messuþjónana okkar og þakka þeim sjálfum fyrir að gefa af tíma sínum og hæfileikum til að auðga þjónustuna í Laugarneskirkju.

Sjálfan er af prestum og messuþjónum sem þjónuðu í messu á jóladag 2014.