Þegar rándýrin ógna ekki lengur

Ljónið Leó.

Það eru magnaðar myndir sem við veltum fyrir okkur á öðrum sunnudegi í aðventu. Lestrar dagsins birta fallega framtíðarsýn þar sem engin rándýr æða um og engar ógnir steðja að. Það er koma frelsarans sem slær tóninn fyrir þessa framtíð og hana íhugum við í helgihaldi og aðventubíói í Laugarneskirkju.

Messa í kirkjunni kl. 11

Kl. 11:00 er messa og sunnudagaskóli. Kötlurnar syngja undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og einnig tveir nemendur úr Söngskólanum, Jara Hilmarsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir. Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur þjónar og prédikar og Arngerður María organisti leikur undir.

Guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar kl. 13

Kl. 13 er guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Hátúni 12. Þar flytur sr. María hugleiðingu, Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni leiðir bænir, Kristinn Guðmundsson meðhjálpari les guðspjallið og Arngerður María leiðir söng.

Aðentubíó kl. 15: Þegar Trölli stal jólunum

Kl. 15:00 er aðventubíó fyrir alla aldurshópa. Við horfum á „Þegar Trölli stal jólunum“. Popp og djús!

Guðspallið: Mark 13.31-37

Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“

Lestrar dagsins eru á kirkjan.is.