Alvöru æskulýðsstarf í Laugarneskirkju

by Jan 13, 2015Blogg

Æskulýðsstarf Laugarneskirkju byggir á áratuga menningu þar sem áhersla hvílir á leik og kyrrð í jafningjasamfélagi. Markmið æskulýðsstarfsins er að virkja ungmennin sem skapandi gerendur í eigin lífi og veita þeim þá vissu að í kirkjunni eigi þau öryggi, hlýju og traust, að í kirkjuna getir þú komið, verið þú sjálfur og rætt hjartans mál ekki síður en gleymt þér í galsa í góðum leik.

Í æskulýðsstarfinu er tekist á við ýmsar listgreinar, t.a.m. tónlist, leiklist, og myndlist. Ungmennin læra og taka þátt í ýmsum skemmtilegum leikjum og fræðast og kynnast trúarlífi og menningu fyrri tíma og nú.

Áhersla er lögð á að börnin taki virkan þátt í að móta starfið og efla þannig með sér samvinnufærni og leiðtogahæfileika.

Mikil rækt er lögð á bæn og hugleiðslu fyrir alla aldurshópa en með því fá ungmennin að kynnast og leggja rækt við kyrrðina og eigið trúarlíf, sem er nokkuð sem þau búa að alla tíð.

Laugarneskirkja