Biblían í fókus

by Jan 29, 2015Sunnudagurinn

Biblían í fókus

BIBLÍAN er mál málanna í Laugarneskirkju í febrúar. Í tilefni af Biblíudeginum og 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags verður Biblían í fókus með einum eða öðrum hætti í dagskrá Laugarneskirkju næsta mánuð. Í öllum guðsþjónustum verður fjallað um Biblíuna og áhrif hennar á fjölbreyttan og ólíkan hátt og við fáum m.a. góða gesti til að gera það.

Strengir í guðsþjónustu

Sunnudaginn 1. febrúar verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Tónlist verður í höndum strengjakvartettsins Stillu. Prédikunin er að sjálfsögðu um Biblíuna.