Fjörugt í hádeginu

by Jan 27, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Tónleikaröðin Á ljúfum nótum fer af stað með trukki á föstudaginn kemur, 30. janúar hér í Laugarneskirkju en þá verður þríeykið Ásgeir Páll, Egill Árni og Þóra Gylfa með hádegistónleika.

Þau hafa sungið mikið saman síðustu mánuði og má þar helst nefna glæsilega jólatónleika í Skálholtsdómkirkju 4.desember þar sem þau sungu jólaperlur fyrir fullri kirkju. Einnig tóku þau þátt í stórtónleikunum Hátíð í bæ sem eru haldnir ár hvert á Selfossi.

Nú ætla þau að koma saman aftur ásamt Bjarna Jónatanssyni píanóleikara og flytja nokkrar af fallegustu aríum og dúettum óperettunnar. Má þar nefna Gern hab ich die Fraun‘geküsst úr Paganini, Vilja Lied úr Die Lustige Witwe og Dunkelrote Rosen úr Gasparone.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. ekki er posi á staðnum)

Sjáumst í fjörugu hádegi!