Gídeon menn komu í heimsókn

by Jan 29, 2015Blogg

Í vikunni fengum við góða gesti í fermingarfræðsluna en það voru Gídeon menn sem komu færandi hendi. Hvert fermingarbarn fékk Nýja testamentið að gjöf og að auk þess hressa kennslustund í því hvernig er hægt að lesa og njóta rita Biblíunnar.

Það var góð stemning í hópnum og krökkunum fannst sérstaklega skemmtilegt að spreyta sig á að lesa versið góða í Jóhannesarguðspjalli 3.16 “Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf” á ólíkum tungumálum.