Kæri vinur Laugarneskirkju.

Guð gefi þér og þínum gott nýtt ár 2015 sem nú er hafið. Við viljum deila því sem Agnes biskup sagði í nýársprédikun sinni og tökum undir þessa ósk hennar til handa landinu okkar.

Mesti auður þessa lands er fólkið sem hér býr. Í samfélaginu þurfa að vera aðstæður til að koma öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem er hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona á að búa við þær aðstæður að geta vaxið og þroskast, sjálfum sér til farsældar og náunganum til blessunar.

Kirkjustarfið hefst á fullu með messu og sunnudagaskóla 11. janúar kl. 11. Vertu innilega velkomin(n) í kirkjuna þína í Laugarnesinu.