Kvenfélagið fær góða gesti

by Jan 12, 2015Blogg

Nú hefst starf Kvenfélagsins af krafti á nýju ári.
Í kvöld, mánudag 12. janúar kl. 20, taka kvenfélagskonur í Laugarnesi  á móti Kvenfélagi Langholtskirkju og Safnaðarfélagi Áskirkju í safnaðarheimilinu.
Þetta er skemmtilegur vettvangur þar sem nágrannar hittast og fræðast um starfið í nágrannakirkjunum.
Kvennakórinn Katla tekur nokkur lög, Séra Kristín Þórunn flytur nýárshugvekju.