Messa og öflugt barnastarf

by Jan 22, 2015Sunnudagurinn

Verið innilega velkomin í Laugarneskirkju kl. 11 á sunnudaginn. Þá hittist söfnuðurinn í bæn, söng og samfélagi. Sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt frábæru messuþjónunum okkar og sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar í þetta sinn.

Hann prédikar um ógn og dýrð Drottins – en textar þessa sunnudags vísa í ummyndun, hvernig myrkur verður ljós, hvernig heimska verður þekking og hvernig dýrð Guðs birtist manneskjunni.

Á meðan Toshiki prédikar fá börnin að vera í sunnudagaskólanum með Hjalta Jóni og frábæru sunnudagaskólakennurunum.

Tónlist er í höndum kórs Laugarneskirkju undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Kaffi og djús eftir samveru. Við hlökkum til að sjá þig!