Ógn og dýrð

by Jan 26, 2015Prédikun

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1.
Mikið hefur verið rætt um hryðjuverkin sem áttu sér stað í Frakklandi um daginn.  Álit sem ég heyrði nokkrum sinnum í umræðunni vakti athygli mitt en það var á þeim nótum að ,,þetta er barátta milli okkar sem vilja halda í vestræn gildi og þeirra sem meta öðruvísi gildi“. Mér skildist að ,,vestræn gildi“ ættu hér t.d. við tjáningarfrelsi, lýðræði eða mannréttindi en alþjóðlegt samfélag hér á jörð hefur virkað hingað til þrátt fyrir ýmis vandræði og mér fannst það talsverð gróf fullyrðing að aðgreina ,,vestrænt gildismat og ,,hitt“. Vestur-Evrópu búar eiga svo sannarlega margt sameiginlegt með íbúum utan álfunnar, jafnt það sem er frábrugðið og við þurfum að skoða aðeins ítarlegra og áþreifanlegra ef við viljum bera saman gildismat innan vestræna samfélagsins og utan þess. Gróf aðgreining, eins og skipta þessu tvennu upp í ,,vestrænt gildismat og annað“, er einskonar dómur í sjálfu sér og hann hindrar okkur að halda frekari umræðu.

Ég ætla ekki að tala um vestrænt gildismat, heldur vil ég tala um viðbrögð okkar þegar við sjáum í fréttum atburði sem okkur finnst erfitt að viðurkenna og sætta okkur við eins og hryðjuverk. Samkvæmt útskýringum sállækna óttast manneskjan að mæta óskiljanlegu fyrirbæri. Það er ógn. Manneskja þolir ekki heldur að mæta reynslu annars fólks eða upplifun sem er utan skynseminnar. Ef manneskja mætir slíku tilfelli sem kemst ekki inni í skynsemi sína, reynir hún að sundurgreina söguna eða jafnvel afbaka hana svo að hægt sé að aðlaga söguna skynseminni. Ég vil að það komi skýrt fram að þetta á sérstaklega við þegar maður horfir á mál sem gerast hjá öðrum, en ekki endilega manni sjálfum.

Þessu ferli fylgir oftast einhverskonar dómur til einhvers í málinu, jafnvel til fornarlambsins sjálfs. Tökum sem dæmi að stúlka hafi orðið fórnarlamb nauðgunar.
Fólk telur að slíkt ofbeldi ætti ekki sér stað og því finnst erfitt að sætta sig við upplifun stelpunnar. Þá gæti það gerst að fólk byrjar að saka stelpuna um atriði eins og ,,þú varst í of stuttu pilsi“ eða ,,þú ættir ekki að fara á svona hættulegan stað“ og svo framvegis. Slík vill framkoma er dæmi um viðleitni til þess að breyta sögu fórnarlambsins, svo að hún sé meira í samræmi við það sem fólk telur skynslamlegt. Ef stelpan bar einhverja ábyrgð sjálf á atburðinum, þá finnst fólki auðveldara að sætta sig við það sem hafði gerst. Og þannig líður fólki betur í eiginn ,,skynsamlegri heimsmynd“.
Hvað varðar umræðuna um ,,vestræn gildi“ eftir hryðjuverkin í Frakklandi, þá felur hún ekki í sér mikla ásökun í garð fórnarlambanna, heldur eru fjölmargir saklausir utan Vestur-Evrópu ásakaðir. Mér finnst þetta vera tilraun til að vernda skynsamlega heimsmynd sína með því að benda á orsök hryðjuverkanna utan okkar samhengis. Ég sé þarna hliðstæðu við dæmisögu um stúlku sem var nauðgað og það sem þessir atburðir eiga sameiginlegt er rökvilla sem er farin út úr réttu samhengi.

2.
Ógn sem manneskja skynjar þegar hún sér óþolandi upplifun annars fólks eða óskiljanlegt fyrirbæri er ekki endilega bundin við eitthvað slæmt. Það á einnig við um eitthvað gott og frábært. Þetta kann að hljóma undarlega en það getur gerst t.d. þegar fólk er ekki fært um að nota skynsemi sína og meta hvort upplifunin sé góð eða slæm. Munum hvað gerðist þann morgun þegar Jesús hafði upprisið. Konurnar sem komu í gröfina Jesú mættu englinum og fréttu að Jesús hafði upprisið. Hvað gerðu konurnar? Bíblian segir: ,,Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar“(Mk.16:8).

Í guðspjalli dagsins óttast Pétur líka. Lærisveinarnir Jesú, Pétur, Jakob og  Jóhannes eru orðnir vitnisburðir til ummyndunar Jesú, sem sé dýrðar Jesú. Þetta var víst örstuttur tími, en dýrðin Jesú var hulin nætum alla leið Jesú á jörð, og því ætti þetta að vera atburður sem Pétur skildi gleðjast yfir og fagna. En Pétur og hinir eru orðnir mjög skelfdir.
Og í óttanum segir Pétur: „Meistari, gott er að við erum hér. Gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina“(Mk. 9:5). Viðbrögðin hans voru farin villur vegar. Hann heyrir rödd frá himninum: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“(Mk. 9:7) en skildi ekki.

Ég á smáminningu um þennan texta guðspjalls. Þegar ég var guðfræðinemi í prestaskóla í Tókíó, gerði prófessor Tokuzen, sérfræðingur um Martin Lúther og kennari minn, mjög skemmtilega athugasemd við villa framkomu Péturs hér. Prófessor Tokuzen sagði við okkur nema: ,,Misskilningur Péturs er líkur misskilningur okkar. Við hugsum strax um kirkjuhús þegar við ræðum um uppbyggingu kirkjunnar. Það er eins og Pétur vill gera tjaldbúðir. Og Pétur leggur ekki vel við hlustir þegar rödd Guðs frá himninum talar og við gerum oft sömu mistök. Að byggja kirkjuna er að við komum saman og hlusta á orð Guðs fyrst og fremst, en ekki að byggja tómt kirkjuhús“. Ég man eftir því mjög vel. Það var hárétt hjá honum.

3.
Ég mun fjalla aftur síðar hér um ógn og viðbrögð okkar mannana við henni en hugsum aðeins um dýrð Guðs. Hvernig og hve oft sjáum við eða skynjum við dýrð Guðs? Eða fyrst og fremst hver er dýrð Guðs? Ef til vill hugsum við ekki vel um hvert sé innihald dýrðar Guðs. Við gætum ímyndað okkur að það sé sérstök upplifun að skynja dýrð Guðs og sú upplifun sé ekki hversdagsleg. Það er ekki af ástæðulausu af hverju við hugsum þannig.

Atburður sem við munum strax í þessu samhengi er saga um Móse þegar hann hitti Guð á Sínaífjalli og Guð gaf honum Boðorðin tíu. Þá fylgdi dýrð Guðs Móse. Í anarri Mósebók stendur: ,,…þá vissi Móse ekki að geisar stóðu af andlitshörund hans“ og ,,.. þeir(allir Ísraelsmenn) þorðu ekki að koma nærri honum“(2.Mós. 34: 29-30). Hér er líka ótti fólks sem verður vitni að óskiljanlegu fyrirbæri. Því þurfti Móse að hylja andlit sitt með skýlu. Hér er að sjá dýrð Guðs bersýnilega sérstök upplifun.
En samtímis þurfum við að skoða hér nokkur atriði vel. Ástæða þess að Guð sýndi Móse dýrð sína sérstaklega var sú að Guð valdi Móse í hlutverk sem færði náð sína til Ísraelsmanna. Móse ákvað að taka hlutverkið að sér eftir hann sá dýrðina Guðs, þó að hann vissi að Ísraelsmenn væru ,,harðsvíruð þjóð“(2.Mós. 34:9) og hlutverkið væri visst erfitt að sinna. Dýrð Guðs er nátengd við náð Guðs, sem er hjálpræðisvilji Guðs.
Hins vegar vissi Móse ekki af því að andlit sitt væri að ljóma. Hér lærum við að dýrð Guðs er ekki eitthvað sem við getum lyft upp eða bent á sjálf jafnvel þótt að við höfum hlotið hana.
Ef við veltum þessum atriðum fyrir okkur, getum við sagt þetta þrennt. Fyrsta: að sjá dýrð Guðs var sérstök upplifun á dögum Móse. Annað: Guð sýndi dýrð sína þegar um hjálpræði fólks síns er að ræða. Þriðja: maður veit ekki hvort maður hafi dýrð Guðs, en aðrir geta séð hana standa með viðkomandi.

Páll postuli útskýrir vel dýrð Guðs: ,,Við sjáum öll með afhjúpuðu andliti dýrð Guðs endurspeglast í Kristi og andi hans lætur okkur umbreytast eftir þeirri sömu mynd til enn meiri dýrðar“(2.Kor.3:18). Að sjá dýrð Guðs var sérstök upplifun á dögum Móse. En eftir krossfestingu Jesú, varð upplifun dýrðar Guðs opin og stöðug upplifun í sambandi við trú á Jesú Krist, af því að Jesús er hjálpræði fyrir alla. Og við getum speglað ljóma dýrðar Jesú sjálf þegar við getum tekið þátt í hjálpræðisætlun Guðs. Við skynjum hana ef til vill ekki sjálf en fólk sem meðtekur náð Guðs sér hana. Dýrð Guðs er gleði og von sem birtist í hugsunum okkar og gjörðum þegar við þjónum náungum okkar með trú á hjálpræði Guðs, nefnilega trú á Jesú.

4.
Ég ræddi fyrr um ógnir og viðbrögð okkar við þeim. Við bregðumst oft á óviðeigandi hátt eftir óásættanlegan atburð. Við getum misst stjórn á okkur og getum ekki séð það sem við ættum að sjá og ekki hlustað það sem við ættum að hlusta á.

Mér virðist sem heimurinn okkar sé fullur af áhyggjuefnum og ógnum, því miður. Stríðið í Sýrlandi, Palestínu eða í Úkraínu. Grimmar gerðir Íslamska ríkisins eða Boko Haram. Hryðjuverk Al Qaeda eða annarra samtaka. Ebola-vírusinn. Flóð og önnur náttúruhamfarir. Allt eru þetta ógnir fyrir okkur. Heimurinn gæti litið út fyrir að vera kolsvartur.
Jafnvel þótt við séum ekki beint þolendur slæmrar uppákomu, erum við samt neydd til þess að bregðast við svo mörgum ógnum, sem gerast hér og í veröldinni og við fréttum af í gegnum fjölmiðla. Og einmitt þegar við erum ekki beinir þolendur slæmrar uppákomu heldur áhorfendur hennar, megum við ekki falla í þá freistingu að breyta staðreynd í afbakað form svo að við getum frekar sætt okkur við uppákomuna. Við þurfum að svara heiminum okkar með því að viðukenna staðreyndir, hugsa sjálf, ræða málin við aðra og finna leið til að fara. Allir munu bregðast á sinn hátt við raunveruleikanum, en hvað um okkur?

Við eigum trú á Jesú Krist og hún er ekki aðeins dýrmæt í þessum aðstæðum, heldur sannarlega sterkt vopn til að berjast við myrkur heimsins, af því að trúin okkar er sterk hönd sem leiðir okkur í rétta átt og forðar okkur frá villum viðbrögðum við óáþættanlegum atburðum. Trúin okkar segir við okkur: ,,Hlustaðu á Drottinn“ þegar aðrir æpa og hrópa. Hún mælir með að við sýnum skilning g miskunnsemi þegar aðrir reyna að hata og hefna. Trúin segir: ,,Faðmið, fremur en að saka. Verið ekki dómarar, heldur verið boðberar hjálpræðis Föður í himninum og náðar“.

Er slíkt óraunsætt og máttlaust fyrir framan hinn kalda raunveruleika? Nei, ég held ekki. Það, hvernig við bregðumst við málum sem valda ógnum í samfélagi okkar skiptir jú miklu máli. Það sem við eigum að gera er raunar bara eitt: það er að hlusta á rödd Guðs: „Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!“. Hér kristallast allt sem við eigum að halda fast í. Hvað sem gerist, hvenær sem er, í hvaða stöðu sem við lendum, höldum við fast við þennan þráð frá Guði og hlustum á hann. Allt á að byrja héðan og við boðum hjálpræði og frið í Kristi þótt við séum í ógnarfullum aðstæðum. Þá getum við lyft upp andliti okkar, andliti sem ljómar með dýrð Jesú, gleði og von á hjálpræði Guðs.
Faðir okkar á himni þekur ekki jörð með myrkri til að skamma okkur eða þjaka. Raunveruleiki manna er svona í eðli sínu. Þess vegna gefur Faðirinn okkur trú á Jesú. Lyftum andlitum okkar sem ljóma með dýrð Jesú. Það er viðbrögðin okkar við ógn í heiminum.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

(Takið postullegri blessun.) Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. -Amen