Tónlistaríhugun, altarisganga og súpa

by Jan 22, 2015Blogg

Á hverjum fimmtudegi er kyrrðarstund með tónlistaríhugun, ritningarlestrum og altarisgöngu. Stundin hefst kl. 12 með orgelleik og svo tekur við stutt íhugun með ritningarlestrum, áður en gengið er til altaris. Upp við altarið fer fram bænastund þar sem bænarefni viðstaddra eru borin fram, að vild.

Að stundinni lokinni er borin fram holl og góð súpa í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði. Súpan er alltaf unnin frá grunni og það er Vigdís kirkjuvörður sem á allan heiður af henni.

Enginn verður svikinn af fimmtudagshádeginu í Laugarneskirkju.