Upphaf starfs eldri borgara í Laugarneskirkju

by Jan 14, 2015Blogg

Laugarneskirkja og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma bjóða til áramótaguðsþjónustu kl. 14 fimmtudaginn 15. janúar kl. 14.

Sóknarprestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar ásamt djáknunum Guðrúnu Kr. Þórsdóttur og Þóreyju Dögg Jónsdóttur. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona flytur hugvekju og söfnuðurinn syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista.

Kaffi eftir guðsþjónustu í safnaðarheimilinu. Allir innilega velkomnir!

Áramótaguðsþjónustan er jafnframt upphaf starfs eldriborgara í Laugarneskirkju á vormisseri. Starfið leiðir Guðrún Kr. Þórsdóttir djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.  Samverur eru annan hvern fimmtudag og hefjast kl. 12 með kyrrðarstund í kirkjunni og léttum málsverði á eftir í safnaðarheimilinu á vægu verði. Eftir það er tekið í spil eða handavinnu og málefni líðandi stundar rædd eða hlustað á áhugaverða sögu.

Formleg dagskrá hefst kl. 14 en þá koma fyrirlesarar í heimsókn með fróðleiksmola eða tónlistarfólk heimsækir starfið.  Samverunni lýkur um kl. 16 með kaffisamsæti og spjalli.

Dagskrá eldri borgarastarfs Laugarneskirkju vorið 2015:

29. janúar
Sigurbjörn Þorkelsson f.v. framkvæmdastjóri Laugarnessafnaðar heilsar upp á samveruhópinn í spjalli. 

12. febrúar
Tríó Ingvars, Rúnu og Valda mætir með gömlu góðu lögin. Tríóið skipa Ingvar Hólmgeirsson sem spilar á harmonikku, Rúna Sigurðardóttir syngur og Þorvaldur Skaftason spilar á gítar og syngur.

26. febrúar
Þorvaldur Friðriksson fréttamaður ræðir um tengsl okkar við Kelta og keltneskt mál, hvað nöfn á mat, dýrum og fleiru áhugaverðu varðar.

12. mars 
Jens Pétursson segir frá manni frá Færeyjum sem bjargaði Dalvík og Dalvíkingum frá miklum skaða á stríðsárunum. Hjördís Geirsdóttir kemur í heimsókn með Hafmeyjurnar og þær taka lagið.

25. mars (miðvikudagur)
Föstuguðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 14 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Prestur heimilisins sr. Auður Inga Einarsdóttir predikar og þjónar.

Páskafrí – Helgihald í  Laugarneskirkju á heimasíðunni laugarneskirkja.is og í fréttamiðlum.

9. apríl
Þorvaldur Halldórsson tónlistamaður kemur í heimsókn og tekur lagið og  Guðrún Kr. djákni kemur með gátur.

30. apríl
Gaman að vera saman, spilum félagsvist, umsjón hefur Ingibjörg Stefánsdóttir. 

14. maí
Uppstigningardagur – Dagur heldriborgara – nánar auglýst síðar.

28. maí
Vorferð út fyrir borgarmörkin, nánar auglýst síðar.