Biblían og Hugleikur

by Feb 18, 2015Sunnudagurinn

Biblíumánuðurinn heldur áfram í Laugarneskirkju. Sunnudaginn 22. febrúar, verður messa kl. 11 þar sem ræðumaður verður Hugleikur Dagsson. Hugleikur er þekktur innanlands og utan fyrir teikningar sínar, auk þess sem hann er vinsæll uppistandari og fjölmiðlamaður.

Hugleikur hefur oft gert Biblíuna og sögur hennar að umfjöllunarefni og verk hans eru mjög áhugavert dæmi um Biblíuna í samtímamenningu.

Kristín Þórunn sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og kór Laugarneskirkju undir stjórn Arngerðar Maríu organista leiðir tónlist. Í tilefni Konudagsins verða allir sálmar sem eru sungnir eftir konur.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma undir stjórn Hjalta Jóns og leiðtogateymisins. Kaffi, djús og gott samfélag að messu lokinni.