Biblíufebrúar heldur áfram

by Feb 11, 2015Sunnudagurinn

Margt í tungumálinu og menningunni okkar á rætur sínar að rekja til Biblíunnar, sem er trúarrit kristinna manna. Á sunnudaginn kemur höldum við áfram að skoða ólíkar hliðar Biblíunnar, af því tilefni að Hið íslenska Biblíufélag á 200 ára afmæli í ár.

Sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kvennakórinn Kötlurnar munu leiða tónlist og lyfta andanum í hæstu hæðir!

Í prédikun sinni mun sr. María líta á nokkur orðtök og málshætti í íslenskri tungu sem eiga rætur sínar í Biblíunni, en fyrsta útgáfa Biblíunnar á Íslandi var árið 1584 á Hólum í Hjaltadal (Guðbrandsbiblía). Nýja testamentið kom út nokkru fyrr eða árið 1540.

Það verður enginn svikinn af því að hlusta á Maríu og heyra um margvísleg tengsl Biblíunnar og tungumálsins. Þar gæti ýmislegt komið á óvart – vissir þú t.d. að orðtakið að hafa lífið í lúkunum er úr gamalli þýðingu á Davíðssálmum?

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og mikil gleði þar á ferð að venju. Innilega velkomin(n) í kirkjuna þína á sunnudaginn kemur, kaffi og djús að samveru lokinni.