Biblíumessa og sunnudagaskóli

by Feb 5, 2015Sunnudagurinn

Það eru allir velkomnir í Biblíumessu og sunnudagaskóla kl. 11 í Laugarneskirkju næsta sunnudag. Þar höldum við áfram að eiga samfélag og fræðast um Biblíuna sem er í fókus þennan mánuðinn.

Góðir gestir okkar þennan sunnudag eru Gídeon menn sem segja frá starfi sínu og hugsjón um að breiða út Biblíuna svo sem flestir hafi aðgang að ritum hennar.

Kirkjukórinn okkar og Arngerður María tónlistarstjóri leiða okkur í lofgjörð og söng. Sunnudagaskólagengið undir stjórn Hjalta Jóns verður í miklu stuði.

Myndin er eftir húslistamanninn okkar, hana Fridu Adriönu Martins. Hún sýnir orð Biblíunnar eins og blómstrandi tré sem ber ávöxt með því að bera kærleikann út í heiminn.