“Fagrar flauelis raddir”

by Feb 12, 2015Blogg

“Fagrar flauelis raddir” er yfirskriftin á hádegistónleikunum Á ljúfum nótum föstudaginn 13. febrúar. Þar hlýðum við á Ingveldi Ýr Jónsdóttur mezzósópran, Margréti Th. Hjaltested, víólu, og Guðríði St. Sigurðardóttur, píanó, flytja verk eftir ýmis tónskáld, þar á meðal Caccini, Brahms og Bernstein.

Á efnisskrá tónleikanna er:

Ave Maria – Giulio Caccini
Priere du soir – Charles Gounod
Dansons la gigue – Charles Loeffler
Zwei Gesange op. 91 – Johannes Brahms
Dream with me – Leonard Bernstein

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og núna er posi er á staðnum!